Mannlegi þátturinn

Samfélagssvín, sönglög fyrir börn og Nanna systir


Listen Later

Áform eru uppi um sérstök samfélags svín sem lausn í sorphirðumálum á Borgarfirði eystra og hafa vakið nokkra athygli síðustu daga. Fyrirhugað er að festa kaup á svínum og fela þeim að éta lífrænt sorp sem til fellur á Borgarfirði en það hefur fram að þessu verið urðað ásamt öðru heimilissorpi. Helgi Hlynur Ásgrímsson sem fer fyrir verkefninu á Borgarfirði segir það ekki hafa verið talið fýsilegt að keyra lífrænu sorpi langar vegalengdir með tilheyrandi vistspori. Við hringdum í Helga Hlyn í þættinum.
Auður Guðjohnsen hefur síðastliðin tvö ár unnið við að semja ný sönglög fyrir börn á aldrinum 6 til 10 ára og eru þau nú komin út í Söngbók, Tónlistin er þín. Lögin urðu til samhliða meistaraprófsverkefni Auðar frá liskennsludeild Listaháskóla Íslands. Megináherslan er söngur barna og þáttur hans í samfélagi þeirra. Við höfum fjallað áður í þættinum um mikilvægi söngs í sambandi við máltöku barna, en Auður var hjá okkur í þættinum í dag.
Leikfélag Hólmavíkur er eitt þeirra leikfélaga á landsbyggðinni sem enn setur upp eina eða fleiri sýningar á hverju ári til mikillar gleði fyrir gesti og greinilegt er að gleðin er ekki síður við völd innan leikhópsins. Agnes Jónsdóttir er ritari leikfélagsins en hún hefur verið viðloðandi starfið frá því hún var barn að alast upp á Hólmavík. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Agnesi þegar hún var nýkomin heim úr leikferð með leikritið um hina óskammfeilnu Nönnu systur.
Umsjón: Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners