Miðaldasagnaheimur Söndru B. Clausen í seríunni Hjartablóð, ljósblár með sögulegu ívafi, er á ýmsa lund nýstárlegur. En sögur hennar af Magdalenu Ingvarsdóttur, fjölskyldu hennar úr Smálöndum Sviþjóðar, ástum hennar og örlögum fyrir 400 árum, eru um leið kunnuglegar, því hjartalag mannanna hefur lítið breyst. Hjartablóðsserían í flutningi Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur njóta mikilla vinsælda hér á Storytel. Hallgrímur Thorsteinsson er einn ástsælasti fjölmiðlamaður Íslendinga. Í nýrri hlaðvarpsseríu, Segðu mér sögu með Halla Thorst, kynnir hann hlustendur Storytel fyrir höfundum okkar vinsælustu bóka. Einstaklega skemmtilegir og vandaðir viðtalsþættir sem sannir bókaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.