Mannlegi þátturinn

Skilnaðarráðgjöf, getum við breyst og Júlíana lesandi vikunnar


Listen Later

Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Hagstofu Íslands lýkur tæplega 40 prósent hjónabanda á Íslandi með lögskilnaði. Í mörgum tilfellum er um að ræða skilnað fólks sem á börn saman. Er þá ótalinn sá hópur fólks sem á börn og slítur sambúð. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, skrifaði í byrjun janúar undir samning við danska fyrirtækið SES (Samarbejde efter Skilsmisse) vegna tilraunaverkefnis um innleiðingu sérhæfðrar skilnaðarráðgjafar til foreldra á Íslandi. „Hægt er að lágmarka áhrif skilnaðar á börn ef foreldrar fá aðstoð við að vinna úr tilfinningalegri togstreitu og ná að vinna saman í skilnaðarferlinu allt frá upphafi.“ Ásmundur Einar Daðason var gestur þáttarins og sagði betur frá þessu verkefni.
Þorsteinn Guðmundsson, leikari, grínari, meistaranámsnemi í klínískri sálfræði og skólastjóri Bataskólans kom í þáttinn í dag með þennan nýjan lið sem hóf göngu sína í þættinum eftir áramót og verður héðan í frá á mánudögum, Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar. Í síðustu viku fór hann yfir hver væru líkindi mannsheilans við tölvu og fékk senda inn áhugaverða punkta um það frá hlustendum. Í þetta sinn ætlar hann að velta fyrir sér spurningunni, getum við breyst? Fyrir næsta pistil varpar Þorsteinn fram spurningunni hvers vegna gerum við ekki alltaf það sem við ætlum að gera? Hann biður hlustendur um að senda inn fyrirspurnir eða ábendingar í sambandi við hana á [email protected].
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Júlíana Kristín Jónsdóttir leikkona. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners