Mannlegi þátturinn

Skólastjóri Lýðháskólans, Samúel í Selárdal og nautaat


Listen Later

Lýðháskólinn á Flateyri er miklu meira en en bara skóli, þar eru ekki allar áherslur á einingar og próf. Nemendur fá að tengjast atvinnulífinu, samfélaginu og menningu. Ingibjörg Guðmundsdóttir kennslustjóri í HR er að pakka niður og flytja til Flateyrar og taka við sem skólastjóri Lýðháskólands. Hún sagði frá skólanum í þættinum og sagðist hlakka til að takast á við þetta spennandi starf.
Við fræðumst um merkilegan Íslending og alþýðulistamann Samúel Jónsson í Selárdal sem fæddist árið 1884 og lést 1969. Hann meðal annars endurgerði í Selárdal frægan ljónagosbrunn sem er í Alhambra á Spáni, reisti mikla ævintýraveröld í dalnum og byggði kirkju, einfaldlega af því hann vantaði eina slíka fyrir altaristöflu sem hann gerði. Við heyrðum í Elfari Loga Hannessyni, sem hefur samið leiksýningu um Samúel sem heitir Listamaðurinn með barnshjartað.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni í þættinum. Í póstkorti dagsins segir af nautaati, Jónsmessuhátíðinni, óttanum við hitabylgjuna sem er að skella á Spán. Einnig frá döpru sjálfsmati spænsku þjóðarinnar og kvikmynd sem Adam Sandler var að gera og móðgar Spánverja með því að sýna þá sem fólk sem er tilbaka í tilverunni og á eftir samtímanum.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners