Lýðháskólinn á Flateyri er miklu meira en en bara skóli, þar eru ekki allar áherslur á einingar og próf. Nemendur fá að tengjast atvinnulífinu, samfélaginu og menningu. Ingibjörg Guðmundsdóttir kennslustjóri í HR er að pakka niður og flytja til Flateyrar og taka við sem skólastjóri Lýðháskólands. Hún sagði frá skólanum í þættinum og sagðist hlakka til að takast á við þetta spennandi starf.
Við fræðumst um merkilegan Íslending og alþýðulistamann Samúel Jónsson í Selárdal sem fæddist árið 1884 og lést 1969. Hann meðal annars endurgerði í Selárdal frægan ljónagosbrunn sem er í Alhambra á Spáni, reisti mikla ævintýraveröld í dalnum og byggði kirkju, einfaldlega af því hann vantaði eina slíka fyrir altaristöflu sem hann gerði. Við heyrðum í Elfari Loga Hannessyni, sem hefur samið leiksýningu um Samúel sem heitir Listamaðurinn með barnshjartað.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni í þættinum. Í póstkorti dagsins segir af nautaati, Jónsmessuhátíðinni, óttanum við hitabylgjuna sem er að skella á Spán. Einnig frá döpru sjálfsmati spænsku þjóðarinnar og kvikmynd sem Adam Sandler var að gera og móðgar Spánverja með því að sýna þá sem fólk sem er tilbaka í tilverunni og á eftir samtímanum.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR