Mannlegi þátturinn

Skömmin, Dansandi ljóð og Gunnar Karel lesandi vikunnar


Listen Later

Skömmin er flókin tilfinning. Í jafnvægi hjálpar hún okkur að tengjast öðrum og gæta virðingar í samskiptum. Þegar hún fer út böndunum brotnar sjálfsmyndin, okkur finnst við einskis virði og langar mest til að fara í felur. Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri meðferð skrifaði bókina Skömmin sem var að koma út, var gestur okkar í dag.
Leikhúslistakonur 50+ frumsýna í samstarfi við Þjóðleikhúsið leiksýninguna Dansandi ljóð í leikhúskjallaranum á laugardaginn. Þar er sögð ævisaga konu frá fæðingu til fullorðinsára. Átta leikkonur túlka líf hennar, ástir og örlög í ljóðum, dansi og tónlist. Við fengum tvær þeirra, þær Eddu Þórarinsdóttur sem leikstýrir verkinu og Helgu Björnsson, leikmyndahönnuð, til að segja okkur aðeins frá sýningunni í dag.
Gunnar Karel Másson tónskáld var lesandi vikunnar hjá okkur en 17.maí mun hann frumsýna Iður , sem er nýtt íslenskt tónleikhúsverk byggt á sönnum atburðum um Mark Kennedy, lögreglumann og fjölskylduföður. Við heyrðum meira af því og við spurðum hann um hvaða bækur hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners