Skömmin er flókin tilfinning. Í jafnvægi hjálpar hún okkur að tengjast öðrum og gæta virðingar í samskiptum. Þegar hún fer út böndunum brotnar sjálfsmyndin, okkur finnst við einskis virði og langar mest til að fara í felur. Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri meðferð skrifaði bókina Skömmin sem var að koma út, var gestur okkar í dag.
Leikhúslistakonur 50+ frumsýna í samstarfi við Þjóðleikhúsið leiksýninguna Dansandi ljóð í leikhúskjallaranum á laugardaginn. Þar er sögð ævisaga konu frá fæðingu til fullorðinsára. Átta leikkonur túlka líf hennar, ástir og örlög í ljóðum, dansi og tónlist. Við fengum tvær þeirra, þær Eddu Þórarinsdóttur sem leikstýrir verkinu og Helgu Björnsson, leikmyndahönnuð, til að segja okkur aðeins frá sýningunni í dag.
Gunnar Karel Másson tónskáld var lesandi vikunnar hjá okkur en 17.maí mun hann frumsýna Iður , sem er nýtt íslenskt tónleikhúsverk byggt á sönnum atburðum um Mark Kennedy, lögreglumann og fjölskylduföður. Við heyrðum meira af því og við spurðum hann um hvaða bækur hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON