Mannlegi þátturinn

Skrautfiskarækt, meðferð við offitu og Reynir enn á Úlfarsfelli


Listen Later

Við hófum þáttinn á smá ferðalagi. Við reimuðum á okkur gönguskóna, smelltum okkur í léttan stakk og gengum í huganum út í guðsgræna náttúruna, a.m.k. í huganum.Útivist er áhugamál margra Íslendinga enda hæg heimatökin hér á þessu mikið til ósnortna landi. Við tókum tali hann Reyni Traustason, verkefnastjóra hjá Ferðafélagi Íslands um útivist og fleira, en annað kvöld verður boðið upp á fjölskylduskemmtun á Úlfarsfelli.
Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli á sér tvö mjog ólík áhugamál sem eiga allan hans huga í frítímanum, knattpyrnuáhugi og skrautfiskaræktun. Hann ræktar mörg hundruð fiska af tugum tegunda í um tuttugu fiskabúrum sem eru af ýmsum stærðum og gerðum. Sum þeirra smíðaði hann jafnvel sjálfur. Við hringdum í Óskar og fengum hann til að segja okkur frá fiskunum, búrunum og fleiru.
Þrír heimsfaraldrar standa nú yfir sem allir eiga uppruna sinn í lífstíl fólks. Þetta er offita, vannæring og loftslagsvá. Allir þrír ógna heilsu fólks. Þeir sem vilja komast í meðferð við offitu hér á landi þurfa að bíða í heilt ár. Þetta segir Hildur Thors sérfræðingur í heimilislækningum og læknir offituteymis Reykjalundar. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni í dag.
Umsjónarfólk: Dagur Gunnarsson og Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners