Ert þú skúffuskáld? Er skúffan full af hálfkláruðum hugmyndum, ljóðum , leikritum eða skáldsögum, eða kannski öllu þessu? Nú stendur fyrir dyrum ókeypis námskeið fyrir skúffuskáld: Smátextar - frá örsögu til útgáfu. Þar verður kennsla samhliða Skrifstofunni, ritstmíðaverkstæði skrifandi fólks. Sunna Dís Másdóttir leiðir verkið og hún kom í þáttinn og sagði frá.
Lesandi vikunnar í þetta sinn varð fimmtugur fyrir helgi, leikarinn Valur Freyr Einarsson. Hann sagði frá því hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON