Í skúrnum mánudaginn 27. apríl spilum við upptökur með hljómsveitinni Eilíf Sjálfsfróun og rapparanum Bróðir Big sem komu við hjá okkur í stúdíó 12 í fyrra.
Upphaf margara hljómsveita er að finna í skúrum og æfingahúsnæðum víðsvegar um land, við gröfum í demosöfnum og sjáum hvað við finnum í nýjum hluta þattarins sem ber nafnið Demo hornið, eða grúskað í skúrnum. Fyrsta hljómsveitin sem við tökum fyrir í þættinum er hljómsveitin Vígspá, en sveitin var stofnuð árið 1998 og gaf út plöturnar/demoin Lík 1228 (1998), Upphaf heimsendis (1999), "?Neðan úr níunda heimi! (2000) og svo Misery Index Image (2002). Í þættinum förum við lauslega yfir upptökur sveitarinnar og spilum lög af þeim öllum.
Við þetta bætast við upptökur með gugusar frá því fyrr á þessu ári.