– Í dag er þátturinn með óreglulegu sniði. Þar sem Snæbjörn er í sumarfríi ákvað hann að gera sér lífið auðvelt og taka stutt viðtal við konu sína, hana Agnesi Grímsdóttur. Hún Agnes er Húsvíkingur, snyrtifræðingur á Madison Ilmhúsi, söngkona og áhugamaður um lífið; kona sem að eigin sögn þrífst ekki vel í logni. Agnes er eiginkona Snæbjörns og eiga þau saman tvö börn. Þau hjónin fá oft spurninguna, hvort í sínu lagi, um það hvernig það sé að vera gift Snæbirni, og í þessum þætti reyna þau að svara þeirri spurningu, Agnes í hreinskilni og Snæbjörn í örlitlu stressi.