Í þessum þætti ræðum við um breytingar — bæði þær litlu og þær stóru sem hafa átt sér stað hjá okkur síðustu vikur.
Við spjöllum líka um mæðradaginn, hvernig hann snertir okkur persónulega og faglega, og hvernig við getum fagnað móðurhlutverkinu (eða minningunni um það) á eigin forsendum.
Þetta er hlýlegur, nærandi og óformlegur þáttur þar sem við gefum okkur rými til að vera mannlegar – og vonandi minnum við þig líka á að það er allt í lagi að taka sér smá pásu. 💗
p.s. afsakið hljóðið er ekki upp á sitt besta en við erum að vinna í því.