Söngleikur dagsins varð til í Skapandi sumarstörfum í Garðabæ en þrátt fyrir ungan aldur settu þær Guðrún Ágústa og Tinna Margrét söngleikinn saman á mettíma og sýndu fjölda sýninga með fagmannlegheitin í fyrirrúmi. Efniviðurinn var mögulega óvenjulegur en söngleikurinn er um afa Tinnu, arkitektinn og tónlistarmanninn Pálmar Ólason. Söngleikur dagsins er Pálmar.
Viðmælendur: Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir og Hrafnkell Pálmarsson