Í þessum þætti kíkjum við á söngleikina Hamilton og Six sem taka fyrir klassísk og söguleg efni en með ferskum og nýstárlegum blæ.
Hamilton segir sögu Alexander Hamilton, eins af stofnendum og fyrsta fjármálaráðherra Bandaríkjanna og í Six er fjallað um sex eiginkonur Hinriks áttunda, en hér stofna þær kvennasveit og sameinast gegn húsbónda sínum.