Árið 1974 kom út fyrsta útgáfa af Dungeons & Dragons spunaspilinu út, en það var gefið út af fyrirtækinu TSR. Í kjölfarið fylgdu fleiri spunaspil, á borð við Runequest og Call of Cthulhu, og hafa vinsældir spunaspila aukist jafnt og þétt. Hins vegar hefur aðeins eitt íslenskt spunaspil verið gefið út, en það heitir Askur Yggdrasils.