MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR. 8.nóv
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Magnús R EInarsson
Reykjavíkurborg vill auka flokkun og skil raftækja og spilliefna og því hefur verið hrundið af stað tilraunaverkefni um Spillivagn, sem safnar raftækjum og spilliefnum í hverfum og gerir heimilunum auðveldara að flokka. Spillivagninn mun á næstu mánuðum fara um hverfi borgarinnar og auðvelda íbúum að losna við smærri raftæki og spillefni á öruggan hátt.
Flestum þykir gaman af spilum ýmis konar, en að keppa er ekki endilega málið. En svo eru enn aðrir sem kjósa einmitt að keppa í sínu spili. Íslandsmeistaramót í Skrafli fer fram um komandi helgi, Lísa Páls kynnti sér málið.
Aðalfundur Samtaka sela bænda verður haldinn núna á laugardaginn 10. Nóvember. Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði er formaður Samtaka selabænda. Hann segir nánast enga selveiði stundaða lengur, enda ekkert fyrir skinn eða aðrar afurðir að hafa. Við sláum á þráðinn til Péturs og tölum við hann um sel.