Mannlegi þátturinn

Stefnumótamiðlar, förufólk og Guðrún Lára lesandi vikunnar


Listen Later

Líf einhleypra hefur breyst talsvert á tímum samfélagsmiðla. Hvert stefnumótaforritið á fætur öðru skýtur upp kollinum þar sem fólki er lofað að finna ástina, sálufélagann og bara hamingjuna, allt í símanum sem við erum alltaf með innan seilingar. Stefnumótaforritin Tinder, Bumble og fleiri hafa milljónir notenda sem geta skoðað aðra notendur og svæpað þeim ýmist til hægri eða vinstri eftir því hvort þau vilja frekari kynni af þeim eða ekki. En hverju hafa þessi forrit breytt í stefnumótamenningunni? Hafa þau gert okkur auðveldara fyrir, fært okkur nær hvert öðru? Eða hvað? Skapa þau meiri eða minni nánd á milli fólks? Og hvað fá eigendur þessara forrita í staðinn? Hvaða upplýsingar látum við af hendi til þeirra og hvernig nota þeir þær? Við fengum þau Atla Fannar Bjarkason og Margréti Erlu Maack til þess að fara yfir þessa þróun, kosti hennar og galla.
Hefur þú heyrt um Stuttu-Siggu og hörmulegt atlæti hennar í æsku? Vissir þú að Halldór Hómer fór á milli bæja og setti upp leikþætti heimilisfólki til skemmtunar? Og af hverju var Jóhannes beri alltaf í rifnum fötum? Fyrr á öldum flakkaði förufólk milli bæja á Íslandi og fékk húsaskjól hjá bændum. Jón Jónsson þjóðfræðingur hefur rannsakað hlutskipti þessa jaðarsetta hóps og skrifaði bókina Á mörkum mennskunar sem kom út síðastliðið vor. Við heyrðum í honum í dag.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðrún Lára Pétursdóttir bókmenntafræðingur og lestrarhestur. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners