Mannlegi þátturinn

Streita og forvarnir, núvitund og þjóðfræðistofa á Hólmavík


Listen Later

Við höfum mikið fjallað um streitu og afleiðingar streitu í þættinum og nú kom Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir í þáttinn og fræddi okkur enn frekar um streitu og stress. Hann fékk áhuga á forvörnum og hvernig væri mögulegt að koma í veg fyrir andleg veikindi, hindra þau eða öllu heldur draga úr hindrunum þeirra vegna. Hann stofnaði fyrirtækið Forvarnir og í kjölfarið Streituskólann. Síðan eru liðin tæp 20 ár. En í Streituskólanum er meðal annars veitt fræðsla um eðli streitu og eftirfylgni, þar sem sérfræðingar Forvarna fylgjast með starfsmönnum fyrirtækja og stofnanna. Ólafur kom í þáttinn í dag.
Eins og hlustendur hafa tekið eftir hugum við sérstaklega að andlegu heilsunni í Janúar. Núvitund þýðir það að upplifa lífið þegar það er að gerast. Að vera andlega til staðar og auka meðvitund sína um það sem er að gerast innra með þér og í kringum þig. Núvitund þjálfar okkur í því að taka því sem lífið færir okkur með forvitni, opnum huga og án þess að dæma það. Við erum í raun að þjálfa athygli okkar. Bryndís Jóna Jónsdóttir er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í jákvæðri sálfræði og Núvitund, hún kom í þáttinn í dag.
Á þjóðfræðistofu á Hólmavík eru unnin margvísleg verkefni og í mörgu að snúast. Eitt einkar athyglisvert verkefni er skráning dagbókar sem Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur vinnur að. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti hann og Jón Jónsson forstöðumann þjóðfræðistofu og fékk að skyggnast í heim dagbókarinnar og önnur verkefni þjóðfræðistofu.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners