Mannlegi þátturinn

Svana í sóttkví, Gissur og grannarnir og Katrín lesandi vikunnar


Listen Later

Við heyrðum í Svönu Helgadóttur, en hún hefur verið í sóttkví með fjórum börnum sínum á aldrinum 7-19 ára. Hún hefur deilt því á samfélagsmiðlum hvað þau hafa gert til að hafa ofan af fyrir sér í einangruninni. Það er ekki hægt að segja annað en að það sé skemmtilegur lestur og þau gera sitt besta til að þetta ástand sé ekki leiðinlegt, heldur skemmtilegt og fjölbreytt. Vonandi fá fleiri sem eru í þessum aðstæðum jafnvel hugmyndir um það hvernig hægt er að þrauka í gegnum þetta tímabil og jafnvel nýta það á góðan hátt og halda stemmningunni jákvæðri.
Það er gott að eiga góða nágranna og miðað við hvað fólk í fjölbýlishúsi í Eskihlíð segir, eiga þau bestu nágranna í heimi og húsið þeirra er skemmtilegasta blokk á Íslandi. Þarna býr Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari og hann gerði sér lítið fyrir og fór útá svalir til að syngja ítalska aríu fyrir helgi, en það var einmitt hans góði nágranni sem skoraði á hann að gera það. Við slógum á þráðinn til Gissurar hér á eftir og hljótum að spyrja hver sé galdurinn á bak við svona góða stemmningu í Eskihlíðinni.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Katrín Atladóttir, hugbúnaðarverkfræðingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið í sóttkví undanfarið og þá getur verið gott að grípa í bók. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners