Mannlegi þátturinn

Svansvottuð málning, félagsmiðstöðvardagurinn og Íris á Klúku


Listen Later

Í gær afhentu fulltrúar Umhverfisstofnunar Málningu hf. Svansleyfi fyrir alla innanhússmálningu í framleiðslu fyrirtækisins. Fyrirtækið er númer 38 á Íslandi sem hlýtur vottun Svansins. Þegar málning er vottuð er megináhersla lögð á efnainnihald þar sem leitast er við að lágmarka magn skaðlegra efna. Fram til þessa hefur Svanurinn aðallega verið veittur þjónustufyrirtækjum - en hér er það framleiðsla sem fær Svansvottun. Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Jón Bjarnason, efnaverkfræðingur hjá Málningu hf. komu í þáttinní dag.
Á morgun verður hinn árlegi félagsmiðstöðvadagur haldinn hátíðlegur í Reykjavík. Markmið dagsins er að vekja athygli á því uppbyggilega frístundastarfi sem þar fer fram fyrir börn og unglinga og bjóða gestum að kynnast því með eigin augum. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er SAMVERA og það verður hægt að fara í Bingó, spila billjard og borðtennis svo eitthvað sé nefnt. Við hringdum í Huldu Valdísi Valdimarsdóttur hjá frístundaskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Á bænum Klúku í Miðdal búa hjónin Íris Guðbjartsdóttir og Unnsteinn Árnason. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór í fjárhúsin með Írisi og þær ræddu um búskapinn og samfélagið á Ströndum.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners