Mannlegi þátturinn

Svefn unglinga, matur og mýtur og Bára á Hólmavík


Listen Later

Ef það er eitthvað sem við mannfólkið erum sammála um þá er það mikilvægi svefns. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar sem sofa vel eru hamingjusamari, gengur betur í námi, eru ólíklegri til að vera í ofþyngd og sækja síður í áhættuhegðun. Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur hefur sérhæft sig í svefni og heldur reglulega námskeið um mikilvægi svefns fyrir börn,unglinga og fullorðið fólk, hún kom til okkar í dag.
Er spelt hollara en hefðbundið hveiti? Eru sætar kartöflur hollari en venjulegar kartöflur? Er brauð fitandi? Gréta Jakobsdóttir, doktor í næringafræði, hélt fyrirlestur um daginn sem hún kallaði Matur og mýtur þar sem hún talaði um lífseigar mýtur sem hafa verið áberandi í umræðunni á samfélagsmiðlum og þar af leiðandi um allt. Gréta kom í þáttinn og fór yfir þessar mýtur.
Hjónin Bára Karlsdóttir og Kristján Jóhannsson eiga og reka veitingahúsið Café Riis á Hólmavík. Bára er meistarakokkur og oft er þröngt á þingi á Café Riis þar sem bæði Strandamenn og íslenskir sem og erlendir ferðamenn njóta þess sem þar er á boðstólum. Kristín okkar Einarsdóttir hitti Báru þar sem hún var í óða önn að undirbúa Góugleði sem er vinsæl skemmtun meðal heimamanna og þeirra gesta.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners