Mannlegi þátturinn

Svona fólk, blandaðir kórar og forystufé


Listen Later

Svona fólk er ný heimildamynd og þáttaröð fyrir sjónvarp sem fjallar um líf og reynslu homma og lesbía á Íslandi og spannar frásögnin fjóra áratugi, allt frá því að fyrsti vísir að hreyfingu þeirra kviknaði um miðjan áttunda áratuginn og þar til mikilvægar réttarbætur til handa samkynhneigðum voru í höfn á nýrri öld. Fyrri hluti myndarinnar verður frumsýndur á hátíðarforsýningu í Bíó Paradís í kvöld. Við fengum Hrafnhildi Gunnarsdóttur leikstjóra myndarinnar og Höllu Kristínu Einarsdóttur kvikmyndagerðakonu til að segja okkur frekar frá henni.
Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, tók sér ferð á hendur yfir í Gilsfjörð og hitti þar þjóðfræðinginn og heimasætuna á Gróustöðum Guðlaugu Guðmundu Ingibjörgu Bergsveinsdóttur - og ræddi við hana meðal annars um forystufé við undirleik sex fagurlitaðra hana.
Í ár fagnar Landssamband blandaðra kóra 80 ára afmæli. Það var stofnað 1938 af 7 kórum og enn er einn stofnkóra starfandi - Sunnukórinn á Ísafirði. 1. desember n.k. fagnar sambandið afmælinu með söng í opnum rýmum Hörpu þar sem 12 aðildarkórar munu syngja fyrir alla sem heyra vilja og án aðgangseyris. Helgi Bragason, stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar og varaformaður Landssambands blandaðra kóra og Margrét Bóasdóttir, kórstjóri kvennakórs HÍ og formaður sambandsins komu í þáttinn í dag.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners