Þátturinn í dag var í beinni útsendingu frá Háskólatorgi HÍ í tilefni Þjóðarspegilsins, Ráðstefnu í félagsvísindum, sem haldinn er í tuttugasta sinn í ár. Við fræddumst um málþing sem fram fer í dag og er hluti af Þjóðarspeglinum. Málþingið ber yfirskriftina Einelti. Þar verða haldin nokkur erindi og við fengum þær Sólveigu Ólafsdóttur, sem heldur erindið „Hædd og spottuð? Sagan á bak við sögurnar“ og Tinnu Laufey Ásgeirsdóttur sem er málstofustjóri í viðtal.
Við forvitnuðumst um tvö verkefni háskólanema á Akureyri. Í hinu fyrra eru Íslendingar spurðir út í viðhorf sitt til innflytjenda og fjölmenningar á Íslandi. Í því síðara er sagt frá því að erfitt er fyrir erlendar fagkonur að fá störf við hæfi og/eða fá menntun og réttindi frá heimalandinu metin á Íslandi. Þau Ómar Hjalti Sölvason og Sveinbjörg Smáradóttir komu í þáttinn.
Við tókum nokkra háskólanema á Háskólatorginu tali og spurðum útí mataræði háskólanema. Svo settust hjá okkur í viðtal þau Rebekka Karlsdóttir, Thelma Rut Jóhannsdóttir og Sigurhjörtur Pálmasondaglegt og gáfu okkur innsýn inn í líf og amstur háskólanemans.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON