Mannlegi þátturinn

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, sjálfsvirði og Inga Björk lesandi vikunnar


Listen Later

Þorbjörg Þorvaldsdóttir er nýtekin við sem formaður Samtakanna '78. Hún er með BA-próf og meistarapróf í almennum málvísindum og er nú í doktorsnámi í íslenskri málfræði við HÍ. Þorbjörg kom í þáttinn í dag og við forvitnuðumst um hana og þessa nýju stöðu hennar hjá samtökunum og hvaða málefni eru í forgrunni þar núna og á næstunni.
Hvert er þitt sjálfsvirði? Það er kannski erfitt fyrir marga að svara því nákvæmlega en áföll og ofbeldi í bernsku geta haft áhrif á sjálfsvirðið út lífið. Guðrún Pálmadóttir ráðgjafi á Akureyri heldur úti vefsíðunni sjáfsvirði.is og heldur námskeið sem hún byggir á eigin reynslu en hún upplifði andlegt ofbeldi í æsku. Við töluðum við Guðrúnu í dag.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks en hún leggur um þessar mundir lokahönd á meistaragráðu í listfræði og starfar sem sjálfstætt starfandi sýningar- og verkefnastjóri. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners