Mannlegi þátturinn

Þorbjörn föstudagsgestur, söngkeppni og Birgir matgæðingur


Listen Later

Þorbjörn Jensson fyrrum landsliðsmaður í handbolta og fyrrum forstöðumaður Fjölsmiðjunnar var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Við ræddum við Þorbjörn um handboltann og þjálfun, HM og skoðun hans á íslenska liðinu, komum líka inná hans vinnu með ungu fólki í Fjölsmiðjunni og fleira.
Á sunnudaginn fer fram úrslitakvöld í Vox Domini söngkeppni sem Félag Íslenskra Söngkennara (FÍS) efndi til í fyrsta sinn árið 2017 og er nú orðin árlegur viðburður í tónlistarlífinu. Þessi söngkeppni er ætluð söngnemendum sem stundað hafa nám í íslenskum tónlistarskólum. Rödd ársins 2017 var Marta Kristín Friðriksdóttir sem stundar núna framhaldsnám í Vínarborg. En það er keppt í þremur flokkum, miðstigi,framhaldsstigi og opnum flokki. Við hringdum í Egil Árna Pálsson söngkennara.
Svo var það matarspjallið, Sigulaug Margrét var fjarri góðu gamni í þetta sinn, en við fengum Birgi Tryggvason, sem kallar sig fjölrásahljóðblendil í símaskránni. En hann vinnur einmitt við hljóð, upptöku og hljóðblöndun fyrir sjónvarp, kvikmyndir og auglýsingar, nú síðast blandaði hann allt hljóðið, eða mixaði eins og það kallast í bransanum, í Áramótaskaupinu. Hann er mikill matgæðingur og leggur sérstakan metnað í að elda allt frá grunni.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners