Þórdís Klara Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir skemmstu störfum eftir 42 ár í faginu. Hún segir gríðarlega margt hafa breyst á þessum rúmu fjórum áratugum þegar kemur að ljósmóðurstarfinu og hefur ekki tölu á hve mörgum börnum hún hefur tekið á móti á ferlinum. Þórdís Klara var aðalgestur Mannlega þáttarins á þessum aðfangadegi. Við fræddumst um hennar æsku og uppvaxtarár og auðvitað um starfsferilinn og síðast en ekki síst ljóðskáldið Þórdísi.
Fyrir jólin eru haldnar jólaskemmtanir með ýmsu móti um land allt og misfjölmennar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór á jólaskemmtun Grunnskóla Drangsness og leikskólans Krakkaborgar en þar eru samtals þrettán nemendur. Kristín ræddi við skólastjórann Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur og nokkra nemendur.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson