MANNLEGI ÞÁTTURINN FÖSTUDAGUR 1.FEBRÚAR 2019
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Þuríður Sigurðardóttir söngkona fagnaði tímamótum 23.janúar sl.en þá varð hún sjötug og í tilefni dagsins var hún stödd á Grænhöfðaeyjum með eiginmanninum. Ekki átti hún von á því að fá bónorð í ferðinni en við fáum að vita meir um það hér á eftir og einnig ætlar hún að rifja upp minningar frá skemmtistaðnum Röðli þar sem hún steig fyrstu sporin sem dægurlagasöngkona og söng þar 6 kvöld í viku. Sú sem þar stjórnaði öllu var 74 ára kona á peysufötum.
Þráinn Árni Baldursson er ungur maður og hann er gítarleikari í Skálmöld er gestur Sigurlaugar Margrétar í matarspjallinu en hann hefur einstakan áhuga á þorramat og leggur sjálfur í súr og er að eigin sögn aldrei hamingjusamari en á Þorranum. Hvað er það sem hann elskar við þennan tíma og hvað finnst honum best að borða af þorramatnum.