Mannlegi þátturinn

Tómstundir eldri borgara, Hreinn Halldórsson og öskudagurinn


Listen Later

Eldri borgarar: Valdefling - Virkni - Lífsgæði, er yfirskrift Tómstundadagsins sem er á föstudaginn kemur. Sérstakt málþing verður haldið í tilefni dagsins og samanstendur af erindum frá eldri borgurum, fagfólki á vettvangi sem og fræðafólki og háskólanemum. Málþinginu er ætlað að skapa samtal milli eldri borgara, fagfólks á vettvangi tómstunda- og félagsmála og háskólasamfélagsins. Árni Guðmundsson, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands kom í þáttinn.
Hreinn Halldórsson sem einnig var þekktur sem Strandamaðurinn sterki og fyrir afrek sín í kúluvarpi blés til tónleika í Valaskjálf um helgina í tilefni 70 ára afmælis síns þar sem flutt voru lög og textar eftir hann. Það er ekki víst að margir þekki þessa tónlistarhlið á honum, en hann segist hafa verið með tónlist og vísnagerð í höfðinu alla tíð. Við hringdum austur í Hrein í þættinum í dag og spiluðum lag eftir hann.
Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, var ekki stödd á Ströndum í dag, hún brá sér í höfuðborgina og var hjá okkur í hljóðveri í þetta sinn. Á morgun er Öskudagur og hún sagði okkur sögu hans, enda skrifaði meistararitgerð sína í þjóðfræði um hann.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners