Mannlegi þátturinn

Úlfar Jónsson, kirkjulistahátíð og kótelettur í raspi í Dalakofanum


Listen Later

Föstudagsgesturinn í þetta sinn var einn þekktasti kylfingur landsins, Úlfar Jónsson. Hann er sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, hann varð fyrstur Íslendinga Norðurlandameistari í golfi, var landsliðsþjálfari, og var valinn kylfingur aldarinnar árið 2000 af íþróttafréttafólki. Við spurðum hann um upprunann og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Og auðvitað var golf fyrirferðamikið í spjallinu.
Kirkjulistahátíð heldur áfram þessa helgi sem er lokahelgi hátíðarinnar. Það eru tónleikar og uppákomur í Hallgrímskirkju á hinum ýmsu tímum dagsins og td í dag kl.16 fer fram tónlistarspjall í Ásmundarsal, en þar rætt við verður við Benedikt Kristjánsson um kantötur Bach sem fluttar verða á tónleikum á laugardaginn og á mánudaginn. Benedikt er þessa dagana að sigra barokkheiminn og er búinn að ná ansi langt þrátt fyrir ungan aldur. Á morgun er á dagskrá Klais, klukkuspil og tölvur, tónlist eftir raftónskáld með nýjum hljómi, þ.e.a.s. MIDI-tölvubúnaður Klais orgelsins er nýttur og verk tónskáldanna leikin af tölvum. Meðal tónskálda sem eiga verk þarna, er Ragnhildur Gísladóttir. Við hringdum í Pétur Oddberg Heimisson í þættinum.
Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, var hjá okkur í dag með sitt vikulega matarspjall. Hún hringdi í Harald Bóasson í Dalakofanum að Laugum á Þjóðvegi 1 og spurði hann til dæmis út í kótilettur í raspi, plokkisk og gamlar innréttingar, hannaðar af Sveini Kjarval, sem ekki hefur verið breytt frá byggingu hússins.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners