Föstudagsgesturinn í þetta sinn var einn þekktasti kylfingur landsins, Úlfar Jónsson. Hann er sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, hann varð fyrstur Íslendinga Norðurlandameistari í golfi, var landsliðsþjálfari, og var valinn kylfingur aldarinnar árið 2000 af íþróttafréttafólki. Við spurðum hann um upprunann og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Og auðvitað var golf fyrirferðamikið í spjallinu.
Kirkjulistahátíð heldur áfram þessa helgi sem er lokahelgi hátíðarinnar. Það eru tónleikar og uppákomur í Hallgrímskirkju á hinum ýmsu tímum dagsins og td í dag kl.16 fer fram tónlistarspjall í Ásmundarsal, en þar rætt við verður við Benedikt Kristjánsson um kantötur Bach sem fluttar verða á tónleikum á laugardaginn og á mánudaginn. Benedikt er þessa dagana að sigra barokkheiminn og er búinn að ná ansi langt þrátt fyrir ungan aldur. Á morgun er á dagskrá Klais, klukkuspil og tölvur, tónlist eftir raftónskáld með nýjum hljómi, þ.e.a.s. MIDI-tölvubúnaður Klais orgelsins er nýttur og verk tónskáldanna leikin af tölvum. Meðal tónskálda sem eiga verk þarna, er Ragnhildur Gísladóttir. Við hringdum í Pétur Oddberg Heimisson í þættinum.
Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, var hjá okkur í dag með sitt vikulega matarspjall. Hún hringdi í Harald Bóasson í Dalakofanum að Laugum á Þjóðvegi 1 og spurði hann til dæmis út í kótilettur í raspi, plokkisk og gamlar innréttingar, hannaðar af Sveini Kjarval, sem ekki hefur verið breytt frá byggingu hússins.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON