Hver er þekking íslendinga á umhverfis- og loftslagsmálum? Hverjar eru ástæður loftslagsbreytinga og hvernig er frammistaða stjórnvalda til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hver er upplifun og líðan Íslendinga í tengslum við loftslagsbreytingar? Niðurstöður Umhverfiskönnunar Gallup 2018 voru kynntar síðastliðinn föstudag á Umhverfisráðstefnu Gallup sem haldin var í Hörpu. Könnunin hefur verið gerð nú í tvígang og við fengum Ólaf Elínarson, sviðsstjóra markaðsrannsókna hjá Gallup, til að fara með okkur yfir niðurstöðurnar.
Kaffibarþjónarnir Sonja Björk Grant og Njáll Björgvinsson, stofnuðu nýlega fyrirtækið Kaffibrugghúsið, sem þau lýsa sem marghliða kaffifyrirtæki og er til húsa niðrá Granda. Bæði búa þau yfir margra ára reynslu úr kaffi-heiminum sem þau vilja nýta til að breikka íslenska kaffiflóru. Við heimsóttum Kaffibrugghúsið og urðum margs vísari og vitum fyrir víst að það eru heilmikil vísindi á bak við kaffibollann.
Leitin að hamingjunni hefur aldrei verið eins áköf og núna, einmitt þegar óhamingja og firring fer sívaxandi í veröldinni og er orðið að stærra vandamáli nú en nokkru sinni áður. Í pistli Magnúsar R. Einarssonar í dag sagði hann frá nokkrum bókum sem hafa verið gefnar út og fjalla um vandamálið.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON