Mannlegi þátturinn

Ungmennaráð UNICEF, Hjarta Íslands og Ólafía ljósmóðir


Listen Later

Í dag er alþjóðadagur barna og mánudag sendi ungmennaráð UNICEF tölvupóst til allra þingmanna, sveitastjórna og fjölmiðla með „Hagnýtum ráðum“ svo að ráðamenn bæði kalli eftir auknu samráði við börn og ungmenni og skapi góðar aðstæður sem hentar ungmennum betur til að geta tekið þátt. Sömuleiðis hafa ungmennin upplifað að hafa tekið þátt í umræðum, lagt fram tillögur og komið skoðunum sínum á framfæri en aldrei fengið endurgjöf á hvað hefur gerst í kjölfarið né hvernig og hvort tillit hefur verið tekið til þeirra framlags. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, formaður ungmennaráðsins og Jökull Ingi Þorvaldsson úr ráðinu komu í þáttinn í dag.
Hjarta Íslands er heiti nýrrar bókar um hálendi Íslands og í henni birtist hálendið í allri sinni dýrð í samspili fróðleiks og mynda. Hér fléttast saman jarðfræði, náttúrufræði, þjóðtrú og bókmenntir. Fjallað er um allar helstu perlur hálendisins frá Eiríksjökli í vestri til Lónsöræfa í austri; frá Jökulsárgljúfrum í norðri til Eyjafjallajökuls í suðri - svæðið sem gjarnan er kallað hjarta Íslands. Höfundar bókarinnar þeir Gunnsteinn Ólafsson og Páll Stefánsson komu í.
Nýverið hélt Ólafía Jónsdóttir ljósmóðir eða Lóa eins og hún er jafnan kölluð upp á níutíu ára afmæli sitt. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, heimsótti Lóu og fékk meðal annars að heyra breytingunum sem Ólafía hefur upplifað.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners