Mannlegi þátturinn

Útsending frá Skelfiskmarkaðinum/ Dagur ísl. tónlistar


Listen Later

Við sendum út beint úr miðbæ Reykjavíkur í dag,nánar tiltekið frá Skelfiskmarkaðinum, þar sem fór fram formleg dagskrá tileinkuð Degi Íslenskrar tónlistar.
Hvernig gefa tónlistarmenn út sína tónlist í dag? Eru veiturnar eini möguleikinn? Lísa Páls hitti Helga Þór Ingason í hljómsveitinni South River Band, en þeir eru að gefa út sinn sjötta disk. Við heyrðu spjall Lísu við Helga og lagið Ég vinn í útvarpi eftir Ólaf Þórðarson við texta Helga Þórs Ingasonar í flutningi South River Band.
Þeir Bubbi Morthens og Stefán Hilmarsson settust hjá Guðrúnu og Gunnari á Skelfiskmarkaðnum og fóru yfir stöðu íslenskrar tónlistar. Þeir voru sammála um að hún væri nokkuð góð í nýju landslagi í útgáfumálum, en það þyrfti að styðja betur við til að vernda íslenskuna.
Að venju var efnt til þjóðarsamsöngs, en þá var þremur lögum útvarpað í beinni á helstu útvarpsstöðvum landsins og allir landsmenn hvattir til að taka undir, hvar sem þeir eru staddir. Í ár hafa eftirfarandi þrjú lög verið valin: Vikivaki eftir Valgeir Guðjónsson, Hossa, hossa með Amabadama og B.O.B.A. með Jóa Pé og Króla. Með þeim sungu leikskólanemendur úr Öskjuhlíðaskóla og Hjallastefnunni.
Í tilefni dagsins verður efnt til nýrrar herferðar sem ber titilinn #IcelandMusicDay- þar sem öll þjóðin er hvött til að taka virkan þátt í markaðssetningu íslenskrar tónlistar á samfélagsmiðlum og hefja hana til vegs og virðingar á erlendri grundu.
Fyrsta lag þáttarins var Í hjarta þér, Haukur Morthens söng lag Jóns Múla Árnasonar við texta Jónasar Árnasonar.
Umsjón í dag Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners