Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn forfallaðist á síðustu stundu og það var of stuttur tími til að finna nýjan, þannig að við fundum skemmtilegt rúmlega 14 mánaða viðtal við Vilborgu Örnu Gissurardóttur, þegar hún var föstudagsgestur í Mannlega þættinum. Vilborg er garpur svo ekki sé meira sagt, hún hefur klifið tindana sjö, hæstu tinda hverrar heimsálfu, hún hefur gengið á Suðurpólinn, haldið fyrirlestra og námskeið og nú síðast stofnaði hún ferðaskrifstofuna Tindar, þar sem hún skipuleggur fjallaferðir fyrir fólk innanlands og utan. Viðtalið var fyrst flutt í Mannlega þættinum 23.mars 2018
Í matarspjalli dagsins hringdum við í Sigulaugu Margréti Jónasdóttur, besta vin bragðlaukanna, en hún er stödd fyrir norðan á Siglufirði. Þaðan sagði hún okkur meðal annars frá sjoppufæði og arabísku kryddi.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR