Mannlegi þátturinn

Vinnukona 1930,Google og bandaríska ríkið, lúxushótel við Bláa Lónið


Listen Later

Mannlegi þátturinn - Miðvikudagur 9.jan. 2019
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Í fyrra opnaði nýtt glæsihótel hjá Bláa lóninu, en mikil uppbygging hefur verið á svæðinu undanfarin ár, enda er lónið mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem koma til landsins. Við brugðum okkur á staðinn og skoðuðum aðstæður í fylgd með Má Mássyni, sem er í framkvæmdastjórn Bláa lónsins og gerum okkar besta í að lýsa því sem fyrir augu bar.
Það er sagt að Google sé stærsta auglýsingastofa heims og má víst til sanns vegar færa. Hins vegar er ekki eins mikið vitað um annan risastóran þátt í starfsemi fyrirtækisins sem er verktaka fyrir bandaríska ríkið. Magnús segir nánar frá þessari sérstöku og vaxandi starfsemi Google sem er á sviði njósna, hermála, lögreglu, menntastofnana ásamt fleiru fyrir bandarísku alríkisstjórnina.
Við heyrum pistil úr safni Útvarpsins, sem fluttur var 5. september 1986. Umsjón hafði Jóna I Guðmundsdóttir og hún segir frá kjörum vinnukvenna á fyrri hluta aldarinnar til ársins 1930 og er skráð af Þórhildi Sveinsdóttur. Hér segir frá bágum kjörum þessara kvenna og gríðarlegu vinnuálagi .
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners