Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast heltast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi. VIRK, starfsendurhæfingarsjóður, fór nýverið af stað með forvarnarverkefni sem hefur það að markmiði að sporna við brotthvarfi af vinnumarkaði vegna álagstengdra vandamála. Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri rýnisviðs VIRK kom í þáttinn og fór yfir þessi mál og sagði frá starfsemi VIRK.
Á bænum Húsavík í Strandabyggð búa hjónin Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson - þar hafa þau í nokkur ár rekið kjötvinnslu þar sem þau vinna hluta sláturafurða búsins með góðum árangri. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, heimsótti Matthías í kjötvinnsluna og fræddist um ýmislegt sem vinnslunni og búskapnum viðkemur.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson