Mannlegi þátturinn

Vottaður skipuleggjandi, jól í skókassa og álfatrú


Listen Later

Hin japanska Marie Kondo hefur þróað tiltektaraðferð sem ber nafnið KonMari og þessi aðferð fer nú með ljóshraða um samfélagsmiðlana. Marie hefur skrifað bækur um efnið og nú er búið að framleiða þætti sem sjá má á Netflix en í þeim er Marie að aðstoða fólk við að skipuleggja heimilið uppá nýtt og losa sig við töluvert af dóti. Fyrsti starfandi vottaði skipuleggjandinn á Íslandi svo vitað sé heitir Virpi Jokinen lauk námskeiði fyrir vottaða skipuleggjendur í Helsinki í nóvember 2018 og rekur nú sitt eigið fyrirtæki, Á réttri hillu.- skipulagsaðstoð fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki. Virpi kom í þáttinn í dag.
„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar voru settar í skókassa og farið með þær til Úkraínu. Í Úkraínu búa um 46 milljónir manna. Atvinnuleysi er þar mikið og ástandið víða bágborið. Við fengum Ástríði Elsu Þorvaldsdóttur og Mjöll Þórarinsdóttir í þáttinn til að segja frá þessu verkefni og ferðinni.
Út um allt land eru steinar og klettar þar sem álfar eru taldir búa, álfakirkjur eru nokkrar og um áramót er vissara að hafa allt hreint því þá gæti verið von á álfum á leið sinni milli hýbýla sinna. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Jóhann Bjarna Skúlason sem kann sögur af álfum, hann hefur lengi unnið við vegagerð og veit að betra er að sýna álfunum virðingu og skilning.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners