Mannlegi þátturinn

Yfirfullir golfvellir, steinbryggjan og póstkort frá Spáni


Listen Later

Sumarið er komið og landsmenn keppast við að stunda sumaríþróttir og afþreyingu út um grænar grundir og upp um fjöll og fyrnindi. Golf er ein þessara íþrótta en hún er ein vinsælasta íþrótt landsins og nú er svo komið, kannski af því Íslendingar eru ekki að fara til útlanda, að allir golfvellir á höfuðborgarsvæðinu eru svo þétt setnir að erfitt getur verið að komast að og fá rástíma. Við fengum forseta Golfsambands Íslands, Hauk Örn Birgisson, til að spjalla við okkur um golfsumarið og yfirfulla golfvelli í þættinum í dag.
Steinbryggjan er eitt merkasta mannvirki Reykjavíkurhafnar. Hún var á sínum tíma mikilvæg samgöngubót fyrir Reykjavík og kennileiti sem hliðið að bænum frá hafi. Uppruna hennar má rekja til gömlu Bæjarbryggjunnar frá 1884 en Steinbryggjan hvarf undir landfyllingu árið 1940. Hún hefur verið grafin upp og gerð sýnileg og aðgengileg í umhverfi Hafnartorgs með upplýsingaskiltum og menningarmerkingum og nú á að vígja hana formlega á föstudaginn kemur. Guðbrandur Benediktsson sagði okkur nánar frá bryggjunni og sögu hennar í dag.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Spánverjum hefur fjölgað undravert á einu ári þrátt fyrir mannfallið af völdum kórónuveirunnar undanfarnar vikur og mánuði. Það er ýmislegt sem kemur á óvart þegar tölur um mannflutninga milli landa eru skoðaðar. Frá þessu og fleiru var sagt frá í póstkorti dagsins frá Spáni.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners