www.patreon.com/einpaeling
Þórarinn ræðir við Albert Jónsson um alþjóðastjórnmál og loftslagsbreytingar.
Tvímenningarnir ræða landfræðilega stöðu Íslands, Norðurslóðir og mögulegar nýjar siglingaleiðir, harðnandi deilur Kína og Bandaríkjanna, kjarnorkuvopn, flóttafólk og fleira.
Um miðbik samtalsins færast umræðurnar í átt að loftslagsbreytingum. Albert telur að staða Íslands bjóði ekki upp á margar lausnir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda sökum þess að við notum nú þegar hlutfallslega meira af hreinni orku en önnur ríki. Hann telur umræðuna vera yfirborðskennda og að fólk geri sér ekki grein fyrir því hver raunverulegur kostnaður loftslagsaðgerða er.
www.patreon.com/einpaeling