Hlaðvarpið í heild sinni: www.patreon.com/einpaeling
Nýleg sala á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarna daga. Kristrún Frostadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar og hefur hún verið sérstaklega áberandi í þeirri umræðu. Í þessu hlaðvarpi er rætt um ábyrgð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, ábyrgð bankasýslunnar, hlutverk og ábyrgð söluaðilana, sérstaka rannsóknarnefnd Alþingis og hvernig Kristrún hefði hagað málunum ef hún hefði verið fjármálaráðherra.