Þórarinn ræðir við Jón Pétur Zimsen, fyrrum skólastjóra og núverandi alþingismann Sjálfstæðisflokksins. Rætt er um stöðuna sem er komin upp í Breiðholtsskóla þar sem drengir af erlendum uppruna valsa stjórnlaust um óafskiptir og hefur tekist að ná heljargreipum á skólanum. Jón Pétur gagnrýnir þetta og segir yfirvöld og stjórnendur skólans bersýnilega hafa brugðist í þessu máli.
- Afhverju geta skólayfirvöld ekki tekist á við menningarvanda?
- Er skóli án aðgreiningar skóli án menntunar?
- Þarf töluleg gögn til þess að bæta skólakerfið?
Til að styrkja þetta hlaðvarp og öðlast aðgang að efninu fyrr en aðrir má fara inn á www.pardus.is/einpaeling