Sara Hlín Lilljudóttir og Elísa Marey Sverrisdóttir komu til okkar í spjall en þær eru 2 af 3 konum sem hönnuðu spilið Gullkistan ásamt henni Snædísi Helmu Harðardóttir. Spilið var afurð af sameiginlegu lokaverkefni þeirra til BA-prófs úr
deild menntunar og margbreytileika. Sara og Elín eru báðar þroskaþjálfar.
-Gullkistan er borðspil sem er sérstaklega hannað með fatlað fólk í huga. Þrátt fyrir það hentar það einnig fjöltyngdum sem og öllum öðrum sem hafa áhuga á. Spilið er litríkt, með skemmtilegum spurningum og áhugaverðum smáatriðum. Spilið inniheldur spurningar táknaðar með tákn með tali tjáskipta leiðinni, en þó er hægt að spila spilið án þess að nota táknin.
-Gullkistan er borðspil sem inniheldur 300 spurningar táknaðar með tákn með tali tjáningarleiðinni.
-Spilið hentar fyrir allt fólk frá 4ra ára aldri.
-Landssamtökin Þroskahjálp veittu Gullkistunni viðurkenningu sem besta lokaverkefnið til BA gráðu í þroskaþjálfafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2023.
-Tákn með tali er tjáskiptaaðferð og eru lykilorð í setningu táknuð við töluðu orðin. Tjáskiptaaðferðin er ávallt notuð samhliða töluðu máli og er í raun brú yfir í talað mál.
Aðferðin er málörvandi fyrir öll börn en rannsóknir hafa varpað ljósi á að þessi tjáningarleið örvi málvitund og málskilning þeirra sem hana nota.
Spilið fæst í öllum stærstu Hagkaups búðunum, það er þá í Kringlunni, Smáralind, Skeifunni og Garðabæ. Einnig er spilið til sölu í Veiðifélaginu sem staðsett er í Nóatúni 17.Instagram: spilidgullkistan
Þessi þáttur er í boði:
-Góðvildar - Styrktarfélagið Góðvild hefur það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldna þeirra. Hægt er að styrkja Góðvild og með því er verið að styðja við fjöldann allan af verkefnum sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna.
godvild.is - Kt. 660117-2020 Reikn. 0301-26-660117
-Sjónarhóls - Ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll er fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Þjónustan er ókeypis og ekki er þörf á tilvísun. Það eru allir velkomnir.
Eitt helsta markmið Sjónarhóls er að stuðla að því að forráðamenn barna með stuðningsþarfir geti nýtt sér almenna lögbundna þjónustu og komist í samband við önnur úrræði sem gætu gagnast þeim.
sjonarholl.is