Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þrátt fyrir að hún sjái ekki fyrir sér að vera í embætti formanns í jafn langan tíma og Bjarni Benediktsson sé hún ekki þarna sem millistykki áður en nýr formaður tekur við. Í þessum þætti ræðir hún í hvaða átt hún vilji leiða Sjálfstæðisflokkinn, hvort hún myndi vilja mynda ríkisstjórn með Flokki fólksins, ríkisstjórnarsambandið, útlendingamál og margt fleira.
- Er búið að vængstífa Ingu Sæland?
- Myndi Guðrún vera tilbúin að hoppa inn í stjórn með Viðreisn og Samfylkingu í stað Flokk fólksins?
- Væri Guðrún til í að starfa með Flokki fólksins?
Þessum spurningum er svarað hér.
Til að styrkja þetta framtak má fara inn á :
www.pardus.is/einpaeling
eða
Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270