Þórarinn ræðir við Ævar Svein Sveinsson, húsasmiðameistara og verktaka um húsnæðisuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað er sérstaklega um þau atriði sem að viðhalda skorti á húsnæði og hvað veldur því að ákveðnar íbúðir seljast ekki.
Ævar Sveinn telur að afköst þeirra sem starfa við húsnæðisuppbyggingu sé ekki nálægt því sem hún gæti verið. Ástæðan sé einföld; ákvarðanir stjórnvalda. Þétting byggðar, hagsmunaárekstrar er varðar úthlutun lóða, félagsleg úrræði og annað veldur því að verktakar veigra sér við að fara í verkefni.
Sífelld bjögun og ófyrirsjáanleikinn veldur flöskuhálsi sem mun valda enn meiri húsnæðisskorti til lengri tíma. Þetta veldur því að lokum að verðbólga helst áfram hærri hér en annarstaðar.
- Er eitthvað til sem heitir óhagnaðardrifið húsnæði?
- Afhverju telur Ævar vinstristjórnina í Reykjavík viðhalda Verðbólgu?
- Hvernig lýsir lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar sér, skref fyrir skref?
- Hvaða áhrif hefur kulnun á opinberum markaði?
Þessum spurningum er svarað hér.
Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:
www.pardus.is/einpaeling
eða
Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:
Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270
Samstarfsaðilar:
Poulsen
Happy Hydrate
Bæjarins Beztu Pylsur
Alvörubón
Fiskhúsið.is