Þórarinn ræðir við Jón Pétur Zimsen, skólamann og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Rætt er um veiðigjöldin, umræðuna í kringum þau á Alþingi Íslendinga og áhrif þess á stjórnmál framtíðarinnar. Að því loknu er vikið að bágri stöðu skólakerfisins og afhverju foreldrum er haldið í myrkrinu hvað varðar árangri barnanna.
Fjallað er sérstaklega um áhrif skjánotkunar og afhverju erfitt virðist vera að útiloka slík tæki í skólunum. Jón Pétur telur hagsmunaöfl hafa hagsmuni af því að skjánotkun barna minnki ekki. Þetta segir hann vera gríðarlega slæmt vegna þess að framtíð barnanna og velferð þeirra til framtíðar verður verri ef ekki er gripið í taumana strax. Hann vísar máli sínu til stuðnings til rannsókna eins og PISA þar sem niðurstöður íslenskra barna verður verri og verri.
- Hvernig verða börn heimskari vegna skjánotkunar?
- Hvaða öfl halda skólakerfinuí gíslingu?
- Gerði Sjálfstæðisflokkurinn sér óleik í veiðigjaldamálinu?
Þessum spurningum er svarað hér.
Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:
www.pardus.is/einpaeling
eða
Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:
Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270
Samstarfsaðilar:
Poulsen
Happy Hydrate
Bæjarins Beztu Pylsur
Alvörubón
Fiskhúsið