Þessi mikli heiðursmaður kom í heimsókn til Akureyrar til að sitja hjá mér og eyða með mér tíma og segja sína sögu. Hann er nýhættur að vinna hjá Landsspítalanum eftir 30 ár og hefur opnað sína eigin stofu þar sem hann sinnir barnalækningum. Það er komið víða við, hvar hann lærði, af hverju lækningar, Lilja, börnin, barnabörnin, veiðin og allt hitt. Það er heilandi að sitja og hlusta á Þórð, og hann segir okkur ásamt fleiru hvaða eiginleika hann telur að góður læknir þurfi að hafa til að standast álagið sem fylgir því krefjandi starfi. Hann nam eftir Ísland í Bandaríkjunum þar sem honum voru boðin spennandi störf. En hann ákvað að koma heim með fjölskylduna og hóf hann störf á LSH þar sem farsælum ferli hans lauk á dögunum.
Ef hann væri ekki læknir, hvað væri hann þá?
Takk fyrir að hlusta:)