Í þættinum í dag ræða Rebekka Sif Stefánsdóttir, Marinella Arnórsdóttir og Þuríður Sóley Sigurðardóttir, ritlistarnemar, þær stóru spurningar: Hvað er ritlist? Af hverju erum við í ritlist? Hvað fær maður út úr því að fara í ritlistarnám á meistarastigi? Svo fáið þið að heyra smásögu eftir Gunnhildi Jónatansdóttur sem áður hefur verið gefin út í bókinni „Það er alltaf eitthvað“ sem kom út hjá Unu útgáfuhúsi vorið 2019. Í lok þáttarins er svo hljóðbútur frá skriftarkvöldi Blekfjelagsins sem hefur yfirskriftina „Látum blekið leka”, þar heyrast verk í vinnslu eftir Núma Arnarson og Vigni Árnason.Upptökur og eftirvinnsla: Rebekka Sif Stefánsdóttir.Tónlist eftir Kevin MacLeod, lagið heitir The Show Must Be Go. (https://filmmusic.io -https://incompetech.com)License: CC BY (http://creativecommons.org/licenses/by/4.0/)