Sjúkratryggingar Íslands hafa ákveðið að einkavæða svokallaðar efnaskiptaaðgerðir, skurðaðgerðir eins og magaermi til að vinna gegn offitu. Þetta er í fyrsta skipti sem til stendur að gera þessar aðgerðir með kostnaðarþátttöku íslenska ríkisins.
Frá þessari stefnubreytingu var greint aftast í fréttatilkynningu um samninga um ,,lýðheilsutengdar aðgerðir” í byrjun nóvember. Um er að ræða enn eitt aðgerðaformið sem er einkarekstrarvætt hér á landi á liðnum árum.
Talsvert hefur gengið á hjá Sjúkratryggingum Íslands síðustu misserin. Komið hafa upp eftirlitsmál sem tengjast þessum efnaskiptaaðgerðum sem snúast um meintar ofrukkanir á þjónustunni hjá einkarekna heilbrigðisfyrirtækinu Klíníkinni. Viðskiptavinir Klíníkurinnar hafa kvartað yfir þjónustu í efnaskiptaaðgerðum sem þeir hafa gengist undir þar.
Ingi Freyr Vilhjálmsson fjallar um þetta mál út frá svörum Sjúkratryggingum Íslands við spurningum um það auk þess sem rætt er við prófessorinn Rúnar Vilhjálmsson og Geirþrúði Gunnhildardóttur sem gekkst undir magaermisaðgerð á Klíníkinni.