
Sign up to save your podcasts
Or


Við sem erum hægri menn getum ekki einblínt á ofstæki vinstri manna en látið pólitíska rétthugsun og yfirgang svokallaðra hægri mann óátalin. Barátta okkur fyrir frelsi – málfrelsi – er barátta fyrir frelsi allra ekki aðeins þeirra sem eru okkur þóknanlegir. Að öðrum kosti gerum við okkur seka um það sama og vinstri róttæklingar, sem við höfum með réttu gagnrýnt harðlega.
Við eigum ekki að verja þá sem klæðast búningi hægri manna en boða rétttrúnað, þöggun, ýta undir fordóma og sækja vítamín í samsæriskenningar.
Tucker Carlson, Candace Owens og Nick Fuentes og fleiri álitsgjafar hafa dregist æ lengra út á jaðarinn með samsæriskenningum, gyðingahatri, árásum á lýðræðisleg gildi og daður við einræðisherra. Þau eru upptekin við að gagnrýna hægri menn en takast á við vinstri sinnaða stjórnmálamenn.
Hægri menn í Bandaríkjunum standa á krossgötum: Taki þeir sér ekki varðstöðu með grónum gildum frelsis og hugsjóna þeirra sem á undan komu, eins Lincolns og Reagans, verða þeir fórnarlömb þeirra sem nærast af tortryggni og samsæriskenningum. Árangur þeirra í kosningum verður þá enn lakari en 4. nóvember síðastliðinn þegar Demókratar völtuðu yfir frambjóðendur Repúblikana í ríkisstjórakosningum í Virginíu og New Jersey og kosningu borgarstjóra New York.
By olibjorn5
22 ratings
Við sem erum hægri menn getum ekki einblínt á ofstæki vinstri manna en látið pólitíska rétthugsun og yfirgang svokallaðra hægri mann óátalin. Barátta okkur fyrir frelsi – málfrelsi – er barátta fyrir frelsi allra ekki aðeins þeirra sem eru okkur þóknanlegir. Að öðrum kosti gerum við okkur seka um það sama og vinstri róttæklingar, sem við höfum með réttu gagnrýnt harðlega.
Við eigum ekki að verja þá sem klæðast búningi hægri manna en boða rétttrúnað, þöggun, ýta undir fordóma og sækja vítamín í samsæriskenningar.
Tucker Carlson, Candace Owens og Nick Fuentes og fleiri álitsgjafar hafa dregist æ lengra út á jaðarinn með samsæriskenningum, gyðingahatri, árásum á lýðræðisleg gildi og daður við einræðisherra. Þau eru upptekin við að gagnrýna hægri menn en takast á við vinstri sinnaða stjórnmálamenn.
Hægri menn í Bandaríkjunum standa á krossgötum: Taki þeir sér ekki varðstöðu með grónum gildum frelsis og hugsjóna þeirra sem á undan komu, eins Lincolns og Reagans, verða þeir fórnarlömb þeirra sem nærast af tortryggni og samsæriskenningum. Árangur þeirra í kosningum verður þá enn lakari en 4. nóvember síðastliðinn þegar Demókratar völtuðu yfir frambjóðendur Repúblikana í ríkisstjórakosningum í Virginíu og New Jersey og kosningu borgarstjóra New York.

479 Listeners

16 Listeners

31 Listeners

21 Listeners

13 Listeners

35 Listeners

0 Listeners