Stútfullur þáttur Handkastsins þar sem Einar Örn Jónsson er gestur þáttarins. Farið var yfir 11. umferðina í Olís-deild karla á handavaði, gengi liðanna í fyrri umferðinni var gert upp og Ponzen valdi besta leikmann hvers liðs.
Einar Örn settist síðan í sæti GummaGumm og valdi 17 manna leikmannahóp sem hann myndi fara með á EM í janúar. Handkastið ætlar að gefa tvo miða á EM í janúar á næstu dögum í samstarfi við Coolbet. Í lok þáttar drógum við út í Facebook-leiknum þar sem vinningshafinn fékk áritaða landsliðstreyju frá Björgvini Páli og nýjustu bók hans, Án filters.
Handkastið er í boði BK Kjúklings.