Í Handkastinu að þessu sinni fórum við yfir Final4 sem fór fram um helgina. Þar voru FH og Valur sem stóðu uppi sem sigurvegarar í karla og kvennaflokki.
Það var ekki hægt að ræða um Final4 án þess að ræða dómarabíó-ið sem var á föstudagskvöldið.
Gestur þáttarins nýráðinn þjálfari Hauka í Olís-deild kvenna, Árni Stefán Guðjónsson.
Í lok umferðar fórum við yfir stuðlabergið í næstu umferð í Olís-deild kvenna sem fram fer strax á þriðjudaginn.
Handkastið er í boði Coolbet og BK Kjúklings.