Fyrsti þáttur í nýrri seríu af Húðkastinu! Í fyrsta þætti er fjallað um sterka bólulyfið Decutan.
Í þessum þætti ræðum við lyfið Decutan (Isotretinoin), sem er öflug meðferð við bólum. Við förum yfir hvernig lyfið virkar, mögulegar aukaverkanir og hvers vegna reglulegar blóðprufur skipta máli. Við svörum einnig algengum spurningum um varaþurrk, sólarvarnir og mikilvægi getnaðarvarna á meðan meðferð stendur.