Sunnudagskvöldið 20. júlí árið 1969 lentu fyrstu mennirnir á tunglinu. Það kom í hlut leiðangursstjóra Apollo 11, Neil Armstrong, að stíga fyrstur manna fæti á annan hnött. Í 15. þætti þáttaraðarinn Kapphlaupið til tunglsins, sem var á dagskrá Rásar 1 veturinn 2013-2014, var fjallað um þetta litla skref.